Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Safnahúsið við Hverfisgötu: Tveir fyrir einn á sunnudegi

6. nóvember, 2016 - 10:00 - 17:00

Hressilegt sunnudagstilboð er í Safnahúsinu við Hverfisgötu sunnudaginn 6. nóvember. Tilboðið hljóðar upp á tvo aðgangsmiða á verði eins.

Eins og alltaf er ókeypis fyrir börn undir 18 ára aldri en miðinn kostar 600 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Miðinn fyrir fullorðna kostar 1.200 krónur og því er einkar hagstætt að skreppa á safnið á sunnudegi.

Hvað er um að vera í Safnahúsinu?

Sýningin Sjónarhorn stendur nú yfir í Safnahúsinu.

Sýningin er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
6. nóvember, 2016
Tími
10:00 - 17:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , , , ,

Staðsetning

Safnahúsið
Hverfisgata 15
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map