Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Reykhóladagar 2016 í Reykhólahreppi

21. júlí, 2016 - 24. júlí, 2016

Byggðarhátíðin Reykhóladagar er að þessu sinni 21.-24. júlí 2016 eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag eins og undanfarin ár. Dagskráin er mjög fjölbreytt fyrir unga jafnt sem eldri. Hún er birt hér fyrir neðan, með fyrirvara um hugsanlegar viðbætur eða breytingar.

Ítarlegar upplýsingar eru á Facebook-síðu Reykhóladaga og vefsíðu Reykhólahrepps.

Dagskráin er svona

Fimmtudagur 21. júlí

kl. 13   Bátabíó á Báta- og hlunnindasýningunni.

kl. 15   Bátabíó á Báta- og hlunnindasýningunni.

kl. 18   Bátasprell í Bjarkalundi.

kl. 20.30   Brenna í Bjarkalundi.

kl. 22   Bjartmar Guðlaugsson trúbbar í Bjarkalundi. Verð 1.500 kr.

Föstudagur 22. júlí

kl. 10   Teymt undir börnum við Báta- og hlunnindasýninguna. Koma með reiðhjólahjálma!

kl. 11-12.30   Boðið heim í súpu.

kl. 13-14.30   Sundlaugarfjör í Grettislaug. Frítt inn.

kl. 15-16.30   Hverfakeppni í Hvanngarðabrekku, allir geta tekið þátt.

kl. 17   Þarabolti á Reykhólum (nánari staðsetning óákveðin ennþá).

kl. 19.30   Pöbbkviss á Báta- og hlunnindasýningunni. 1.000 kr. inn fyrir 18 ára og eldri, 500 kr. fyrir 13-17 ára og frítt fyrir yngri í fylgd með fullorðnum. Hægt er að kaupa miða á bæði kvissið og Þórunni og Halla seinna um kvöldið á kr. 3.000.

kl. 21   Fótboltagolf á túninu við Báta- og hlunnindasýninguna.

kl. 22   Dúóið Þórunn og Halli frá Ísafirði á Báta- og hlunnindasýningunni. 2.500 kr. inn, 18 ára aldurstakmark. Hægt er að kaupa miða sem gildir líka á pöbbkvissið fyrr um kvöldið á kr. 3.000.

 

Laugardagur 23. júlí

kl. 09   Reykhóladagahlaupið, 15 km frá Bjarkalundi að Reykhólum. Þátttökugjald 1.500 kr. Bolur, medalía og drykkur innifalið. Frítt í sund að hlaupi loknu.

kl. 09.20   Reykhóladagahlaupið, 8 km frá skógræktinni í Barmahlíð að Reykhólum. Þátttökugjald 1.500 kr. Bolur, medalía og drykkur innifalið. Frítt í sund að hlaupi loknu.

kl. 9.40   Reykhóladagahlaupið, 5 km frá Hrafnanesi að Reykhólum. Þátttökugjald 1.500 kr. Bolur, medalía og drykkur innifalið. Frítt í sund að hlaupi loknu.

kl. 10   Reykhóladagahlaupið, 2,5 km frá Gestsbrekkunni að Reykhólum. Þátttökugjald 1.500 kr. Bolur, medalía og drykkur innifalið. Frítt í sund að hlaupi loknu.

kl. 13-15   Dráttarvélarall á túninu við Báta- og hlunnindasýninguna (hoppukastalar á svæðinu).

kl. 12-16   Kaffihlaðborð á Báta- og hlunnindasýningunni. Verð 1.800 kr. fyrir 14 ára og eldri, frítt fyrir yngri í fylgd með fullorðnum.

kl. 15-18   Karnival í Hvanngarðabrekku (hoppukastalar, gasblöðrur og andlitsmálning).

kl. 15-18   Skottsala í Hvanngarðabrekku (fólk getur selt hitt og þetta úr skottinu á bílnum).

kl. 17   Uppboð á Seljanesi, allur ágóði rennur til styrktar langveikum börnum.

kl. 18.30   Grillað í Hvanngarðabrekku, veislan utandyra. Veislustjórn og brekkusöngur í umsjón Skúla Gautasonar. Sjá matseðilinn hér neðst og upplýsingar um verð og pantanir.

kl. 21.30   Barnaball með Sniglabandinu í íþróttahúsinu. Verð 1.000 kr.

kl. 21-23.30   Happy Hour á Báta- og hlunnindasýningunni.

kl. 23   Stórdansleikur með Sniglabandinu í íþróttahúsinu.

 

Sunnudagur 24. júlí

kl. 13   Léttmessa í Reykhólakirkju.

kl. 15   Kassabílarall, vöffluhlaðborð og lifandi tónlist í Króksfjarðarnesi. Verð 1.000 kr. á vöffluhlaðborðið, 500 kr. fyrir 14 ára og yngri.

 

Um grillveisluna í Hvanngarðabrekku (laugardag kl. 18.30)

Verðið á matinn er 3.000 krónur í forsölu fyrir 12 ára og eldri, 1.500 kr. fyrir 5-11 ára og frítt fyrir þau yngstu. Sé greitt á staðnum er verðið 3.500 kr.

Panta þarf í matinn í síðasta lagi mánudaginn 18. júlí. Hægt er að panta í netfanginu johanna@reykholaskoli.is og símum 434 7860 og 698 2559. Mikilvægt er að taka fram hversu margir fullorðnir eru og hversu mörg börn, en ekki bara nefna heildarfjölda.

Matseðill

  • Eldgrillað lambainnralæri (það besta úr lærinu)
  • Eldgrillaðar piri piri kjúklingabringur
  • Bakaðar kartöflur með smjöri og hunangsrelishsósu
  • Grillað grænmeti
  • Salat grillmeistarans. Allt það ferskasta með ostum og ferskum ávöxtum
  • Smjörsteikt korn
  • Koníakslöguð rjómapiparsósa

Upplýsingar

Byrja:
21. júlí, 2016
Enda:
24. júlí, 2016
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , ,

Staðsetning

Reykhólar
Skólabraut 1
Reykhólar, 380 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]