Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Borgarbókasafn Spönginni: Hrekkjaratleikur á 1. apríl

1. apríl, 2017 - 12:00 - 16:00

Hrekkjaratleikur verður í Borgarbókasafni Spönginni laugardaginn 1. apríl frá klukkan 12:00 – 16:00.

Þetta er dagurinn til að fara í leik sem þennan enda hefð fyrir því að senda fólk í erindisleysum með blekkingum 1. apríl.

Margar kenningar eru uppi um hvaðan siðurinn kemur en hann virðist hafa þekkst síðan á 18. öld. Ein tilgátan um uppruna siðarins er sú að veðurfar í apríl sé svo svikult að það sé við hæfi að taka á móti apríl með hrekkjum.

Á safninu verður settur upp skemmtilegur ratleikur sem gerir hrekkjum og hrekkjalómum hátt undir höfði. Þeir sem taka þátt geta unnið til verðlauna.

Þau á Borgarbókasafninu lofa að þetta er ekki plat.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

 

Ítarlegri upplýsingar: Borgarbókasafn

Upplýsingar

Dagsetn:
1. apríl, 2017
Tími
12:00 - 16:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , ,

Staðsetning

Borgarbókasafnið Spönginni
Spönginni 41
112 Reykjavík,
+ Google Map