Neistaflug í Neskaupstað er fjölskylduvæn útiskemmtun, sem stendur frá fimmtudegi til sunnudags um hverja verslunarmannahelgi. Áhersla er lögð á vandaða barna- og unglingadagskrá alla dagana samhliða fullorðinsskemmtunum. Bærinn skartar sínu besta pússi og allir eru í hátíðarskapi.
Hvað er í boði?
Skoppa og Skrýtla, fjörueldur og sykurpúðar, dorgveiðikeppni, Sirkus Íslands, hoppukastalar, Útvarp Neistaflug og útitónleikar.
Skoðaðu dagskránna betur á vef Neistaflugs.