Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Kópavogur: Leir- og teiknsmiðjan Gerður ferðalangur

9. júní, 2018 - 13:00 - 15:00

Gerður ferðalangur er leir- og teiknismiðja sem verður í Gerðarsafni í Kópavogi laugardaginn 9. júní á milli klukkan 13:00 – 15:00.

Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni og verður skoðað hvernig ferðalög Gerðar Helgadóttur höfðu áhrif á verk hennar en í síðustu viku var yfirlitssýning á verkum hennar opnuð í safninu. Leiðbeinendur á listsmiðjunni tala íslensku, arabísku, frönsku, ensku og þýsku og er markmiðið að byggja upp samskipti þvert á tungumál og menningarheima en verkefnið er styrkt af nefnd um fullveldisafmæli Íslendinga. Á sama tíma verður hægt að aðstoða við að koma upp geislahvelfingu á útivistarsvæði Menningarhúsanna í Kópavogi en í sumar munu ýmiskonar smiðjur fara fram í hvelfingu sem gerð er úr geisladiskum og plastrusli hópsins Endur Hugsa. Fjölskyldustundirnar eru ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

 

Ítarlegri upplýsingar: Gerðarsafn

Upplýsingar

Dagsetn:
9. júní, 2018
Tími
13:00 - 15:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , ,

Staðsetning

Gerðarsafn
Hamraborg 4
Kópavogur, Kópavogur 200 Iceland
+ Google Map