Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

 • This event has passed.

Hafnarfjörður: Sumargleði Gaflara á fyrsta degi sumars

25. apríl, 2019 - 11:00 - 16:00

Hvað: 

Sumardeginum fyrsta í Hafnarfirði verður fagnað með fjölbreyttum hátíðarhöldum um allan bæinn.

 

Dagskráin er svona:

Dagskráin er hluti af dagskrá Bjartra daga https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/bjartir-dagar-2019

 • Kl. 10-16 Opið hús hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar Flatahrauni 14. Frítt inn og frí afnot af búnaði ef þarf.
 • Kl. 11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í sex aldursflokkum í umsjón Frjálsíþróttadeildar FH.
 • Kl. 11 Menningarganga um Setbergið. Gengið verður um Setbergið undir leiðsögn Friðþjófs Einarssonar. Lagt verður af stað af planinu við Iceland.
 • Kl. 11-17 Opið í Pakkhúsi Byggðasafnsins. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.
 • Kl. 12 Hádegistónleikar í Hafnarborg. Alda Ingibergsdóttir, sópran, og Antonía Hevesi, píanóleikari, flytja vel valdar sumarperlur á sérstökum auka hádegistónleikum. Aðgangur ókeypis.
 • Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg
 • Kl. 13-18 Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt, Strandgötu 88. Byrjendum og vönum siglingamönnum er boðið að sigla kayak (9 ára og eldri) eða árabátum og þeir sem hafa reynslu geta siglt kænum ef veður leyfir.
 • Kl. 13 Skátamessa í Víðistaðakirkju
 • Kl. 13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju að Thorsplani
 • Kl. 14-16 Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjón skátafélagsins Hraunbúa. Fram koma Svala Björgvins, trúðurinn Wally sýnir sirkusbrögð, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar sýnir dans, leikfélag Flensborgarskólans sýnir brot úr Systra akt, brot úr rokksöngleiknum Vorið vaknar sem sýndur verður í Gaflaraleikhúsinu, kassaklifur, andlitsmálun, hoppukastalar, popp og ýmsir skátaleikir.
 • Kl. 14-16 Andlitsmálun í Firði.
 • Kl. 14-17 Opið hús á vinnustofum listamanna, Fornubúðum 8
  Opið á vinnustofu Soffíu Sæmundsdóttur og hægt að skyggnast inn í vinnuferlið. Boðið verður upp á Sólskinsköku, Góu karamellur, kaffi og trópí. Þá verður einnig opið í Gára Handverk sem er vinnustofa sjö leirlistakvenna.

Hvar: Hafnarfjörður.

Kostar?

Ekki neitt.

Hvenær:

Fimmtudagur 25. apríl á milli klukkan 11:00 – 16:00.

Ítarlegri upplýsingar: Sumardagurinn fyrsti í Hafnarfirði

Upplýsingar

Dagsetn:
25. apríl, 2019
Tími
11:00 - 16:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,

[ad name=“POSTS“]