Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

21. júlí, 2016 - 24. júlí, 2016

Franskir dagar eru haldnir á Fáskrúðsfirði þriðju helgina í júlí og eru með stærri sumarhátíðum landsins. Þetta er þriggja daga bæjarhátíð sem hefur í hávegum tengsl Fáskrúðsfjarðar við Frakkland og er veru franskra sjómanna þar fyrr á öldum. Nú eru Franskir dagar haldnir dagana 21.-24. júlí 2016.

Heimamenn á Fáskrúðsfirði og gestir gera sér glaðan dag, auk þess sem fulltrúar frá franska vinabænum Gravelines taka þátt í hátíðarhöldunum.

Áhersla er lögð á franska skemmtun í bland við íslenska og er franski boltaleikurinn pétangue og sveskjusteinakast til að mynda ómissandi þáttur í hverri hátíð.

Hefð hefur myndast fyrir því að hefja Franska daga á kenderísgöngu á fimmtudagskvöldi, en segja má að hátíðin hefjist fyrir alvöru á föstudagskvöldið með brekkusöngnum, fjölskylduvænni útiskemmtun.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Visit Fjarðabyggð.

Upplýsingar

Byrja:
21. júlí, 2016
Enda:
24. júlí, 2016
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , ,

Staðsetning

Fáskrúðsfjörður
Hafnargata 2
Fáskrúðsfjörður, 730 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]