Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

 • This event has passed.

Flúðir: Uppskeruhátíð Hrunamanna 2016

3. september, 2016 - 11:00 - 18:00

Uppskeruhátíð Hrunamannahrepps verður á Flúðum laugardaginn 3. september. Hellingur er í boði fyrir alla fjölskylduna fram morgni til kvöld.

Við tíndum auðvitað eitt og annað úr dagskránni sem hentar fjölskyldum.

Dagskráin er svona:

 • Uppskerumessa kl. 11:00 í Hrunakirkju.
  Félagar úr kirkjukór leiða sönginn. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Reiptog, pokahlaup og fleiri leikir eftir messu. Grillaðar pylsur og molasopi. Allir velkomnir.
 • Opin vinnustofa í Gamla fjósinu í Hruna
  Gréta Gísladóttir listamaður verður með opna vinnustofu kl. 11:00-17:00
  Gestum gefst tækifæri til að koma og sjá listamann að störfum og skoða myndlist og tækifæriskort í miklu úrvali. Fjósakonan býður alla velkomna.
 • Félagsheimili Hrunamanna.
  Matarkistan markaður kl. 12:00-17:00
  Matvæli úr sveitinni. Alls kyns ferskt grænmeti og góðgæti beint frá býli, Kjöt frá Koti, kræsingar í krukkum, brauðmeti, handverk, listir og fleira.
 • Tungufellskirkja kl. 14:00-16:00, fyrirlestur um Tungufellskirkju og íslenska þjóðbúninginn kl 15:00. Nokkrir þjóðbúningar verða til sýnis í kirkjunni.
 • Bjarkarhlíð Flúðum opið hús og garður
  Anna Magnúsdóttir handverkskona býður gesti velkomna heim í vinnustofu sína kl. 13:00-17:00
 • „Leikur að List“ Laugarlandi Flúðum.
  Handverkshús og dúkkusýning. 1500 dúkkur taka á móti gestum
  kl.13:00-17:00 og boðið verður uppá kaffi,
  rabbarbarasaft og hjónbandssælu (gatan fyrir ofan sundlaugina)
 • „Litla húsið“ Suðurbrún 7, Flúðum.
  Markaður með fallega gamla muni, stell, styttur og margt fleira.
  Opið kl. 12:00-18:00.
 • Efra-Sel Golfvöllurinn
  „Opna íslenska grænmetismótið“ punktakeppni með fullri forgjöf (36)
  Keppt er í fjórum flokkum; karla, kvenna og barna (14 ára og yngri-18 holur)
  og barnaflokkur (12 ára og yngri-9 holur)

Mótsgjald aðeins 3.500 kr./fullorðna og frítt fyrir þátttakendur í barnaflokkum.

 • Skráning og upplýsingar á www.golf.is og 486-6454 eða gf@kaffisel.is
  Ath. Skráning í barnaflokk (12 ára og yngri) í síma og netpósti
  Sölufélag garðyrkjumanna er aðalstyrktaraðili mótsins www.islenskt.is
 • Samansafnið Sólheimum Hrunamannahreppi
  opið 13:00 – 17:00 alla helgina. Minjasafn, gamlir bílar.
  Aðgangseyrir fullorðnir 1000 kr, börn 13-18 ára 500 kr.
  www.samansafnid.com (6,5 km frá Flúðum)
 • Kaffi Grund Flúðum
  Vaffla með rjóma og kakó/kaffi á kr. 1.000 milli kl. 13:00 og 17:00
  Pub-quiz í höndum Árna Þórs og trúbadorastemmning á eftir, frá kl. 21:00
 • Minilik Eþíopískt veitingahús á Flúðum
  Opið 12:00-21:00 og tilboð á eftirtöldum réttum til 18:00
  1. Misto – lambakjöt og nautakjöt borið fram á Eþíópískan hátt.
  2. Grænmetis og baunaréttur.
  Tilboð á ceremonial kaffi, sem brennt og malað á staðnum.
 • Markavöllur
  Fótboltagolf 18 holur, opið frá 13:00-16:00
  Uppskerumót í Fótboltagolfi kl. 11:00:13:00,
  vegleg verðlaun. Skráning í síma 786 3048
  Völlurinn er 4 km sunnan við Flúðir við veg nr 30.
  Frábært fyrir unga jafnt sem aldna. Fótboltagolf á Facebook
 • Sundlaugin Flúðum opin 13:00-18:00

Ítarlegar upplýsingar á Facebook-síðu uppskeruhátíðarinnar.

Upplýsingar

Dagsetn:
3. september, 2016
Tími
11:00 - 18:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,

Staðsetning

Flúðir
Akurgerði
Flúðir, Hrunamannahreppur 845 Iceland
+ Google Map
Vefsíða:
http://www.sudurland.is/traktorstorfaeran