Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Fjör í vetrarfríinu: Frostaskjól – Vesturbær

27. október, 2015 - 12:30 - 18:00

Hvað ætlið þið að gera í vetrarfríinu í grunnskólanum? Margir klóra sér í höfðinu. En engar áhyggjur. Reykjavíkurborg hefur brett upp ermar og býður upp á heljarinnar mikla afþreyingu fyrir fjölskylduna.

Þetta er í boði fyrir fjölskylduna í Frostaskjóli og Vesturbæ þriðjudaginn 27. október.

Þriðjudaginn 27. október
Fjölskyldufjör í Frostaskjóli!
Kl. 12:30-14:00  Frosti Hagaskóla; Uppistand, jógaflæði og opið hús í kjallara Hagaskóla.
Kl. 14:00-16:00  Selið Melaskóla; Fjölskyldujóga í íþróttasal og föndur í skálum.
Undraland Grandaskóla; Legóhús og ævintýraleikur í kastala.
Skýjó Vesturbæjarskóla; Flugdrekasmíð og ævintýraspil.
Frostheimar; Cake-pops og spilastund.
Kl. 16:00-18:00  Sundlaugasprell Frosta í Vesturbæjarlaug; þrautabraut, sundleikfimi og tónlist.
Frjálst er að mæta á alla staði óháð aldri og skóla.

Upplýsingar

Dagsetn:
27. október, 2015
Tími
12:30 - 18:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , ,