
- This event has passed.
Gerðuberg í Reykjavík: Ókeypis tónlistarforritun fyrir fjölskylduna
11. febrúar, 2017 - 13:30 - 15:30
Viðburður Navigation

Opið tækni- og tilraunaverkstæði í tónlistarforritun verður í Gerðubergi í Breiðholti laugardaginn 11. febrúar frá klukkan 13:30-15:30.
Ekkert kostar að taka þátt.
Allir krakkar og fjölskyldur þeirra eru velkomin. Leiðbeinendur frá samtökunum Kóder verða á svæðinu og munu þeir kynna forritun í gegnum tónlist fyrir gestum á tveggja tíma námskeiði. Kennt verður að forrita tónlist með tónlistaforritinu Sonic Pi.
Gott er að koma með USB lykil svo hægt sé að taka verkefnin með sér heim.
Námskeiðið hentar best fyrir 6-12 ára en bæði yngri og eldri tæknigrúskurum geta líka komið.
Við höfum fjallað áður um Kóder:
Börnin læra skapandi hugsun á tölvur
Ítarlegar upplýsingar: Borgarbókasafn