Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Árbæjarsafn: María kennir listina að græða og lita úr jurtum

24. júní, 2018 - 13:00 - 16:00

 

Sunnudaginn 24. júní geta gestir Árbæjarsafns lært listina að gera græðandi smyrsli úr íslenskum jurtum og lita ull með rabarbarablöðum.

Gestir eru hvattir til að nýta tækifærið og leita ráða um það hvernig hægt er að nýta það sem landið gefur af sér í afurðir sem nýtast allri fjölskyldunni.

Starfsfólk klæðist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld og húsfreyjan í Hábæ býður upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu í Árbæ situr kona við tóskap. Í haga er að finna hesta, kindur og lömb og í Dillonshúsi verður heitt á könnunni og heimilislegar veitingar.

Messað verður í safnkirkjunni á Árbæjarsafni kl. 14:00. Prestur er séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson en organisti Sigrún Steingrímsdóttir.

Dagskráin stendur frá klukkan 13:00 – 16:00.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara og öryrkja.

 

Ítarlegri upplýsingar: Árbæjarsafn

Upplýsingar

Dagsetn:
24. júní, 2018
Tími
13:00 - 16:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,

Staðsetning

Árbæjarsafn
Kistuhylur
Reykjavík, 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
411 6320
Vefsíða:
http://borgarsogusafn.is

[ad name=“POSTS“]