Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Borgarbókasafnið í Spönginni: Micro:bit smiðja fyrir 9-13 ára

16. mars - 13:00 - 14:30

Hvað: 

Laugardaginn 16. mars munu leiðbeinendur frá Skema (HR) leiða nemendur inn í spennandi heim Micro:bit. Þar verður kennt að forrita Micro:bit örtölvur.  Micro:bit býður upp á fjölbreyttar leiðir til að læra grunnhugtök í forritun á auðveldan og umfram allt skemmtilegan hátt. Hægt er að forrita einfaldar skipanir á örtölvuna eins og myndir, hljóð og stafi en auk þess er hægt að búa til flóknari skipanir á Micro:bit svo að tölvan nýtist sem áttaviti eða skilaboðamóttakari svo eitthvað sé nefnt.

Kóðinn 1.0 hefur lánað safninu nokkrar Micro:bit örtölvur svo þeir sem ekki eiga Micro:bit geta fengið að fikta.
Annars eru þátttakendur hvattir til að koma með sína eigin Micro:bit tölvu ef þeir eiga hana.

Hvar:

Borgarbókasafnið í Spönginni.

Kostar?

Alveg hellings ókeypis. Samt er nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á sigrun.antonsdottir@reykjavik.is

Hvenær:

Laugardagur 16. mars á milli klukkan 13:00 – 14:30.

Ítarlegri upplýsingar: Micro:bit smiðja fyrir 9-13 ára

Upplýsingar

Dagsetn:
16. mars
Tími
13:00 - 14:30
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,

Staðsetning

Borgarbókasafnið Spönginni
Spönginni 41
112 Reykjavík,
+ Google Map