Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Garðabær: Frábær fjölskyldustund hjá Skógræktarfélagi Garðabæjar

23. júní, 2018 - 14:00 - 16:00

Aldarafmælis fullveldis Íslands verður minnst með gróðursetningu fullveldislundar á svæði Skógræktarfélags Garðabæjar í Sandahlíð laugardaginn 23. júní. Frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands, tekur þátt í gróðursetningunni.

Öll verkfæri verða til staðar og leiðbeinendur fyrir óvana. Hægt er að mæta hvenær sem er og prófa að gróðursetja. Boðið verður upp á ketilkaffi og veitingar. Hestamannafélagið Sprettur býður yngri kynslóðinni á hestbak.

Góð bílastæði eru á svæðinu og leiktæki fyrir yngri gesti.

Ítarlegri upplýsingar: Skógræktarfélag Garðabæjar

Upplýsingar

Dagsetn:
23. júní, 2018
Tími
14:00 - 16:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
,