Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Viðey: Steinn Ármann stýrir hjólaleiðsögn um Viðey

16. júlí, 2017 - 13:15 - 15:30

Sunnudaginn 16. júlí mun Steinn Ármann Magnússon leikari hjóla með gesti um Viðey í leiðsögn sem verður bæði gamansöm og fróðleg.

Hjólaleiðin er ekki strembin þannig að allir ættu að geta komið og verið með, hjólagarpar sem og byrjendur á öllum aldri. Þátttakendur koma með eigin reiðhjól og þeim verður kippt með í ferjuna.

Allir eru velkomnir enda hentar hjólatúrinn öllum sem hafa gaman að því að hjóla.

Siglt er frá Skarfabakka kl. 13:15. Þeir sem vilja fá sér léttan hádegisverð í Viðeyjarstofu fyrir hjólreiðaferðina er bent á 12:15 ferjuna.

Ferðin með ferjunni fram og til baka kostar 1.500 kr. fyrir fullorðna, 1.350 kr. fyrir eldri borgara og 750 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt.

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna  og af veitingum í Viðeyjarstofu. Handhafar Gestakortsins sigla frítt.

Ítarlegri upplýsingar: Hjólaleiðsögn um Viðey

Upplýsingar

Dagsetn:
16. júlí, 2017
Tími
13:15 - 15:30
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,

Staðsetning

Viðey
Viðeyjarstofa
Reykjavík, Reykjavík 104 Iceland
+ Google Map
Vefsíða:
http://videy.com/vidburdir/flugdrekanamskeid/