Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Ferðafélag barnanna: Ævintýraferð um Almannagjá á Þingvöllum

27. júní, 2017 - 16:00 - 20:00

Ferðafélag barnanna hefur skipulagt ferð að skoða Almannagjá á Þingvöllum þriðjudaginn 27. júní.

Ýmis konar fræðsla verður í ferðinni fyrir börn og fullorðna.

Þessum spurningum verður svarað:

  • Er hægt að ganga eftir endilangri Almannagjá?
  • Getum við sungið Öxar við ána á meðan við böðum tærnar í Öxará?
  • Hver er sagan á bak við Drekkingarhyl, Gálgaklett og Höggstokkseyri?
  • Klöngrast verður um leyndar og þröngar gjár og sögufræga staði.

Farið verður frá bílastæðinu við sjoppuna á Þingvöllum klukkan 16:00.

Gert er ráð fyirr því að ferðin taki 3-4 klukkustundir.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Ekki þarf að panta, bara mæta.

Á myndinni má sjá börn í Þingvallaferð Ferðafélags barnanna sumarið 2013.

Ítarlegri upplýsingar: Ferðafélag barnanna

Upplýsingar

Dagsetn:
27. júní, 2017
Tími
16:00 - 20:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,