Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Líf og fjör á Grafarvogsdeginum

27. maí, 2017 - 12:00 - 16:00

Á Grafarvogsdeginum laugardaginn 27. maí á milli klukkan 12:00-16:00 verður ýmislegt um að vera á Borgarbókasafninu Spönginni.

Þar verður hægt að fá lánaðar krítar til að skreyta nágrenni bókasafnsins eða spreyta sig á skemmtilegum leikjum. Á safninu verður lumað á helling af hugmyndum að leikjum og þrautum sem hægt er að gera með krítum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Sögubíllinn Æringi verður á staðnum. Sóla sögukona verður í bílnum og býður alla krakka velkomna.

Inni á safninu í Spönginni verður markaðstorg frá klukkan 13:00-15:30 og býðst Grafarvogsbúum að selja þar ýmsan varning.

Ítarlegri upplýsingar: Borgarbókasafn

Upplýsingar

Dagsetn:
27. maí, 2017
Tími
12:00 - 16:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,

Staðsetning

Borgarbókasafnið Spönginni
Spönginni 41
112 Reykjavík,
+ Google Map