Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Ferðafélag barnanna: Fuglaskoðun í Grafarvogi

22. apríl, 2017 - 11:00 - 13:00

Nú eru farfuglarnir að snúa aftur heim til Íslands fyrir sumarið. Ferðafélag barnanna  hefur skipulagt fuglaskoðun í Grafarvogi með Gunnari Þór Hallgrímssyni, dósent í dýrafræði við Háskóla Íslands, laugardaginn 22. apríl klukkan 11:00.

Gert er ráð fyrir því að ferðin taki tvær klukkustundir.

Fram kemur á vefsíðu Ferðafélags barnanna að ferðin hefst klukkan 11 á bílastæðinu við Grafarvogskirkju.

Mælt er með því að þátttakendur taki með sér sjónauka og fuglabækur úr bókahillunni.

Þátttakan er ókeypis og eru allir velkomnir. Ekki þarf að panta í ferðina heldur bara að mæta við Grafarvogskirkju.

Myndin hér að ofan er fengin af myndavef Ferðafélags barnanna. Hún var tekin í fuglaskoðun á vegum félagsins árið 2013.

 

Ítarlegri upplýsingar: Ferðafélag barnanna

Upplýsingar

Dagsetn:
22. apríl, 2017
Tími
11:00 - 13:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , ,

Staðsetning

Grafarvogskirkja
Fjörgyn
Reykjavík, Reykjavík 112 Iceland
+ Google Map