Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Grundarfjörður: Bæjarhátíðin Á góðri stundu í Grundarfirði

21. júlí, 2016 - 24. júlí, 2016

Bæjarhátíðin Á góðri stundu í Grundarfirði er fjölskylduhátíð fyrir  innfædda, aðflutta og brottflutta, vini þeirra og vandamenn, og aðra gesti sem eiga leið á Grundarfjörð.

Hátíðin er skipulögð af Hátíðarfélagi Grundarfjarðar, en drifin áfram af fólkinu, fyrirtækjunum og bæjarfélaginu.

Dagskrá hátíðarinnar er iðulega þéttskipuð og fjölbreytt og finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Grundarfirði er skipt upp í fjögur hverfi á meðan á hátíð stendur. Gult, rautt, grænt og blátt. Fólk skreytir svo hús sín og klæðist fatnaði í sínum lit. Gestir eru eindregið hvattir til að leita sér upplýsinga um hvar þeir muni halda til svo þeir geti komið í viðeigandi klæðnaði.

Vefsíða hátíðarinnar er: www.agodristund.grundarfjordur.is

Brot af því sem boðið er upp á

Körfuboltakeppni á milli hverfa á skólavellinum, grillað verður í hátíðartjaldi á hafnarsvæði, ungar stelpur úr firðinum hita upp mannskapinn með glæsilegri Mamma mía syrpu, stórtónleikar meðJóhönnu Guðrúnu og Eyþóri Inga, kubbkeppni, strákarnir í slökkviliðinu munu sprauta froðu og vatni, Ingó veðurguð tekur lagið og margt fleira.

Upplýsingar

Byrja:
21. júlí, 2016
Enda:
24. júlí, 2016
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , ,

Staðsetning

Grundarfjörður
Borgarbraut 16
Grundarfjörður, 350 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]